Skýrsla formanns
Árið 2023 var að mörgu leiti mjög gott hjá okkur. Vissulega stendur uppúr bikarmeistaratitillinn hjá körlunum í handboltanum sem og margir einstaklingssigrar, en uppskeran er alltaf skemmtilegasta stundin í lífi hvers íþróttamanns og eins og alltaf vorum við með fullt af frammúrskarandi iðkendum sem slóust um titilinn íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar.
Iðkendum í Aftureldingu hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár en á síðasta ári varð smá samdráttur um 2,3% sem er fækkun um 41 iðkanda en iðkendur um áramót voru í heildina 2.228, en á aldrinum 4 – 18 ára voru þeir 1.736 talsins. Ef við hins vegar horfum 9 ár aftur í tímann hefur þessum iðkendahóp 4 – 18 ára fjölgað um 535 einstaklinga. Það segir sig sjálft að því fleiri sem iðkendurnir eru því meiri aðstöðu þar fyrir allan þennan fjölda af því að ekki langar okkur að setja takmarkanir. Í stækkandi bæjarfélagi eins og Mosfellsbær er þá þurfum við stöðugt að vera að bæta okkur og ef við gefum okkur að allir þessir iðkendur eigi foreldra í bænum þá er þetta ansi stór hluti bæjarbúa sem Afturelding er að þjónusta.
Að lokum þá vil ég þakka fyrir mig, þetta hafa verið mjög lærdómsrík níu ár sem ég hef verið innan aðalstjórnar og formaður í sex af þeim. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með mikið af flottu fólki, enginn er óumdeildur en ég vil trúa því að ég geti hoft stolt til baka enda hef ég verið einstaklega lánsöm með fólk með mér í stjórn. Það er þó vissulega mjög margt sem ég hefði viljað sjá komið lengra.
Saman erum við Afturelding og erum öll jafn mikilvæg, við verðum aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Ég hvet ykkur til að vera dugleg að mæta og hvetja öll liðin okkar áfram.
Áfram Afturelding
Birna Kristín Jónsdóttir, Formaður Aftureldingar.
Félagsmenn Aftureldingar
wdt_ID | Deild | Fjöldinn | Fjöldi | Hlutfall | KK | KVK | KK hlutfall | KVK hlutfall |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Knattspyrnudeild | 638 | 638 | 28,6 | 414 | 224 | 64,9 | 35,1 |
2 | Fimleikadeild | 499 | 499 | 22,4 | 129 | 370 | 25,9 | 74,1 |
3 | Handknattleiksdeild | 299 | 299 | 13,4 | 197 | 102 | 65,9 | 34,1 |
4 | Blakdeild | 132 | 132 | 5,9 | 40 | 92 | 30,3 | 69,7 |
5 | Taekwondodeild | 95 | 95 | 4,3 | 67 | 28 | 70,5 | 29,5 |
6 | Körfuknattleiksdeild | 141 | 141 | 6,3 | 127 | 14 | 90,1 | 9,9 |
7 | Karatedeild | 55 | 55 | 2,5 | 35 | 20 | 63,6 | 36,4 |
8 | Frjálsíþróttadeild | 53 | 53 | 2,4 | 20 | 33 | 37,7 | 62,3 |
9 | Badmintondeild | 83 | 83 | 3,7 | 55 | 28 | 66,3 | 33,7 |
10 | Sunddeild | 113 | 113 | 5,1 | 50 | 63 | 44,2 | 55,8 |