Skýrsla stjórnar

Starfsskýrsla taekwondo deildar Aftureldingar 2023

Stjórn

Haukur Skúlason, formaður
Ragnheiður Vídalín Gísladóttir, gjaldkeri
Hulda Björk Finnsdóttir, ritari
Heiðveig Magnúsdóttir, meðstjórnandi
María Jóhannsdóttir, meðstjórnandi

Þjálfaramál

Yfirþjálfari taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Örn Guðmundsson, Haukur Skúlason, Wiktor Sobczynski og Steinunn Selma Jónsdóttir.
Aðstoðarþjálfarar – Guðni, Sigurjón, Sigurður Máni, Hreiðar
Erum líka að þjálfa upp iðkendur með lægri belti til að verða aðstoðarþjálfarar. Þau sem hafa sinnt því eru Magnús Örn, Ellý, Brynjar, Örvar, Hilmar.

Afturelding bauð upp á skyndihjálparnámskeið í mars og apríl sem allir þjálfarar sóttu.

Skipulag

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og er mikið samstarf milli deildanna.

Hópaskiptingar

Byrjendur 11 ára og yngri

Framhald 11 ára og yngri

Allir 12 ára og eldri

Keppnishópur sparring

Keppnishópur poomsae

Á vor- og haust önn 2023 var boðið upp á Krílatíma fyrir 3-5 ára börn sem Haukur Skúlason sá um

Viðburðir

Á vor- og haust önn 2023 var boðið upp á Krílatíma fyrir 3-5 ára börn sem Haukur Skúlason sá um.
Viðburðir
7.janúar fór fram svartbeltispróf sem þrjú félög heldu saman. Það voru þrjú frá Aftureldingu sem tóku prófið, Anna Jasmine Njálsdóttir 1.dan. Aþena Rán Stefánsdóttir 2.dan. og Patrik Bjarkason 1.dan.
RIG fór fram í lok janúar þar var keppt í bardaga. Það voru tveir keppendur frá Aftureldingu þau Wiktor Sobczynski og Justina Kiskeviciute. Justina vann gull í sínum flokki og Wiktor fékk silfur.
Fyrstu helgina í mars fór hópur frá Aftureldingu og fleirum félögum á mót í Belgíu. Þar var bæði keppt í poomsae og sparring.
1.apríl fór fram Íslandsmót í bardaga.
27.apríl fékk deildin afhenda viðurkenningu sem fyrirmyndafélag ÍSÍ.
Helgina 29-30 apríl fór fram bikarmót í Taekwondo, mótið var haldið að Varmá. Keppt var bæði í Poomsae (formum) og Sparring (bardaga).
Aftureldingu gekk mjög vel og unnu tíu gull, sjö silfur og tíu brons. Þá var Justina Kiskeviciute
valin kona mótsins í sparring og Aþena Rán Stefánsdóttir valin kona mótsins í poomsae.
27.maí fór fram Bikarmót 3 í bardaga.
Anna Jasmín sigraði sinn flokk og var valin kvenkeppandi mótsins
Aðrir verðlaunahafar frá Aftureldingu: Wiktor silfur eftir 2 hörku bardaga, Justina silfur, Sigurður Máni brons og Hilmar brons.

23.september fór fram vinamót sem sex félög heldu saman. Mótið gekk mjög vel og frábært fyrir nýja iðkendur að stíga sín fyrstu skref á svona móti.
15.október Íslandsmeistaramót í Poomsae, verðlaunaafhendingar.
Aþena Rán, 2 gull og 1 silfur, Anna, 3 silfur, Patrick, gull í einstaklings, silfur í para, Siggi keppti bara í einstaklings. Silfur

Bikarmót 4-5 nóvember.
22-27 nóvember var EM haldið í Austurríki og var Aþena Rán Stefánsdóttir valin af landsliðsþjálfara til að keppa þar.

Landslið

Margir iðkendur frá Aftureldingu tóku þátt í landsliðsstarfi TKÍ, bæði í poomsae og sparring.

Taekwondo fólk ársins

Þau Aþena Rán Stefánsdóttir og Wiktor Sobczynski voru valin taekwondo fólk ársins hjá Aftureldingu og hjá Mosfellsbæ. Þau stóðu sig vel á þeim á mótum sem voru á árinu og eru flottir fulltrúar taekwondo.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.