Blakdeild

Kjörísbikarinn fór fram í mars 2023 og var spilað í Digranesi í glæsilegri umgjörð. Karlaliðið komst í FINAL 4 þar sem þeir drógust á móti Hamar og töpuðu þeir þeim leik.

Kvennaliðið okkar tapaði óvænt fyrir Völsung í 8 liða úrslitunum og komst því ekki í FINAL4 helgina.

Í Íslandsmótinu 2022-2023 fóru bæði liðin okkar í undanúrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Karlaliðið endaði í 4. sæti í deildinni og kvennaliðið fór alla leið í úrslitakeppnina og háði úrslitaeinvígið við KA sem varð æsispennandi. Einvígið fór í 5 leiki og var úrslitaleikurinn sýndur beint á RUV sem var nýung og vonandi komið til að vera. Sá leikur fór jafnframt í odd og endaði á að KA stúlkur unnu oddahrinuna 15-12 og urðu því Íslandsmeistarar 2023.

Eins og undanfarin ár þá var Afturelding með mörg lið skráð í Íslandsmóti Blaksambands Íslands en alls er spilað í 4 karladeildum og 8 kvennadeildum og eru deildir 2-6 spilaðar í þremur helgarmótum. Blakdeild Aftureldingar sá um helgarmót 2 sem haldið var í janúar 2023 og voru það lið í 3.5. og 6.deild kvenna sem spiluðu að Varmá. Meistaraflokkarnir sáu um dómgæslu og veitingasölu og tókst það mjög vel og var þetta gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir meistaraflokkana okkar.

LESA MEIRA

Félagsmenn Blakdeildar

0
FÉLAGAR
0,7%
KONUR
0,3%
KARLAR

Stjórn Blakdeildar
2023-2024

LESA MEIRA