Félagsmenn Knattspyrnudeildar

0
FÉLAGAR
0,1%
KONUR
0,9%
KARLAR

Skýrsla meistaraflokks kvenna

vormánuðum tók nýtt meistaraflokksráð til starfa. Flestir í ráðinu höfðu ekki áður tekið þátt í
verkefnum sem þessum áður, en við nutum aðstoðar eldri ráðsmanna sem leiddu okkur áfram og
studdu okkur með ráðum og dáð. Vil ég þakka fyrrverandi ráði sem og núverandi ráðsmönnum fyrir
mikið, óeigingjarnt og gott starf. Einnig hvet ég nýtt ráð til dáða. Hvernig það ráð verður skipað
kemur í ljós bráðlega.
Leikmannahópurinn taldi um 25 leikmenn, þar af komu fjórir erlendir leikmenn til liðs við liðið í
sumar. Eins og flestir vita lék liðið í Lengjudeildinni og endaði þar í 5. sæti. Í leikjum sumarsins sáum
við fjölda af ungum stúlkum sem fylgdust vel með liðinu okkar. Það var augljóst að þessar ungu
stúlkur voru þarna að fylgjast með fyrirmyndum sínum í knattspyrnu. Enda framkoma okkar
leikmanna og færni þeirra á vellinum til fyrirmyndar og þakkarverð.

LESA MEIRA

Skýrsla meistaraflokksráðs karla

Árið í ár var gott framhald af undanförnum árum hjá liðinu og enn eitt skrefið tekið áfram. Öflugir
leikmenn voru fegnir til liðsins í ár í sambland við þá leikmenn sem fyrir voru. Það sást strax á
undirbúningstímabilinu og í æfingaferð félagsins til Spánar að um öflugan hóp væri að ræða.
Tímabilið byrjaði mjög vel og liðið var með gott forskot á toppi deildarinnar og leiddi deildina lengi vel
í mótinu. Hökt á miðju tímabili varð hins vegar til þessa að liðið endaði í 2. sæti sem þýddi þátttöku í
umspili. Þar vann liðið Leikni nokkuð örugglega og endaði í úrslitaleik á móti Vestra á Laugardalsvelli.
Þar hafði Vestri betur með marki í framlengingu og leikur liðið því í Lengjudeildinni að ári. Þrátt fyrir
vonbrigðin að komast ekki upp í Bestudeildina var þessi umspilskeppni hin mesta skemmtun fyrir alla,
áhorfendur, leikmenn og þjálfara.

LESA MEIRA

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi barna- og unglingaráðs heldur áfram að eflast með hverju árinu. Við erum ótrúlega stolt af
árangri yngri flokkanna á bæði Íslandsmóti og stórmótum sumarsins.Yngstu flokkar deildarinnar
stóðu sig vel og náðu eftirtektarverðum árangri. 2.flokkur kvenna náði þeim áfanga að leika í
undanúrslitum Íslandsmótsins og 2.flokkur karla og 3.flokkur karla munu leika í A riðli Íslandsmótsins
næsta sumar eftir frábært gengi.
Fullbókað var í Liverpool skólann sem tókst með eindæmum vel, bæði námskeiðin voru haldin í
Mosfellsbæ þetta sumarið og iðkendur, foreldrar og þjálfarar Liverpool voru stoltir eftir vikuna. Við
þökkum öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að Liverpoolskólanum kærlega fyrir þeirra framlag.
Sumarmótin voru fjölmörg að vanda. 8. fl og 7.fl karla skelltu sér upp á Skaga og tóku þátt í
Norðurálsmótinu. Mikið líf og fjör var á mótinu, árangur góður og gleðin í fyrirrúmi hjá öllum okkar
iðkendum. Yngra árið í 6.fl karla fóru á Set-mótið á Selfossi en strákarnir á eldra ári fóru á Orkumótið í
Vestmanneyjum. Auk þess sem 5.flokkur kvenna fór á TM-mótið í Vestmannaeyjum sem stækkar ár
frá ári og er mikil upplifun fyrir iðkendur. 5. flokkur karla lagði einnig land undir fót og skelltu sér á
Akureyri með 8 lið. Aldrei hafa jafn mörg lið farið frá Aftureldingu á mótið og var árangur liðanna
frábær heilt yfir.

LESA MEIRA

Stjórn knattspyrnudeildar 2023-2024

LESA MEIRA

Þjálfarar

LESA MEIRA