Skýrsla meistaraflokks karla

Eftir glæsilegt tímabil 22/23 þar sem strákarnir urðu bikarmeistarar og duttu út
í svakalegu einvígi við Hauka í undanúrslitum Íslandsmeistaramótsins hefur
liðið náð að stimpla sig inn sem eitt af topp liðum deildarinnar. Liðið var styrkt
á milli tímabila með tilkomu sterkra leikmanna auk þess sem að okkar yngri og
efnilegri leikmenn hafa færst nær liðinu og eru farnir að láta til sín taka. Þáttaka
í evrópukeppni litaði einnig veturinn mikið, slógum út afar sterkt norskt lið í
fyrstu umferð okkar með eftiminnilegum hætti. Sökum fjárhagsstöðu var ekki
annað í boði en að selja heimaleik okkar í næstu umferð og datt liðið úr leik
eftir hetjulega baráttu í Slóvakíu.

Það voru mikil vonbrigði að detta út úr 8-liða úrslitum bikarsins og fengu
strákarnir það erfiða hlutverk að fara til eyja. Því miður náðu þeir sér ekki á strik
í þeim leik og tókst okkur því ekki að komast í höllina.

Liðið leikur úrslitaleik um 2. sætið í deildinni og með sigri á
Valsmönnum jöfnum við besta árangur liðsins á þessari öld og jafnframt
tryggjum við okkur heimaleikjarétt í undan úrslitum. Samkeppnin um topp 4 er
hörð og þrátt fyrir meiðsli lykilmanna höfum við náð meira stöðuleika í vetur
heldur en síðustu ár. Breiddin er orðin meiri bæði með tilkomu nýrra leikmanna
og einnig hafa ungu leikmennirnir fengið stærra hlutverk.
Úrslitakeppnin hefst svo í næstu viku og munum við blása til handboltahátíðar
í Mosfellsbæ. Á síðasta ári héldum við einn stærsta íþróttaviðburð í sögu
Mosfellsbæjar þegar 1.600 manns mættu á heimaleik í undanúrslitum við
Hauka. Við vonumst eftir að fylgja eftir miklum handboltaáhuga í bæjarfélaginu
með öflugri frammistöðu í úrslitakeppninni í ár.

Framtíðin er björt og er mikið af efnivið á leið sinni í mfl félagsins. Miklar vonir
eru bundnar við þá leikmenn og að þeir verði uppistaða liðsins næstu árin. Það
er gaman að segja frá því að í leik við KA fyrir nokkrum dögum að þá var á
tímabili nánast bara ungir og uppaldir leikmenn Aftureldingar inn á vellinum
og meðalaldurinn töluvert undir tvítugu!

Framtíðarstefna okkar er að þessir ungu leikmenn taki við keflinu sem máttarstólpar liðsins og feti í fótspor okkar
eldri leikmanna sem eru að berjast um landsliðssæti og/eða á leið í atvinnumennsku.

 

Áfram Afturelding