Skýrsla meistaraflokks kvenna

Á vormánuðum tók nýtt meistaraflokksráð til starfa. Flestir í ráðinu höfðu ekki áður tekið þátt í
verkefnum sem þessum áður, en við nutum aðstoðar eldri ráðsmanna sem leiddu okkur áfram og
studdu okkur með ráðum og dáð. Vil ég þakka fyrrverandi ráði sem og núverandi ráðsmönnum fyrir
mikið, óeigingjarnt og gott starf. Einnig hvet ég nýtt ráð til dáða.

Leikmannahópurinn taldi um 25 leikmenn, þar af komu fjórir erlendir leikmenn til liðs við liðið í
sumar. Eins og flestir vita lék liðið í Lengjudeildinni og endaði þar í 5. sæti. Í leikjum sumarsins sáum
við fjölda af ungum stúlkum sem fylgdust vel með liðinu okkar. Það var augljóst að þessar ungu
stúlkur voru þarna að fylgjast með fyrirmyndum sínum í knattspyrnu. Enda framkoma okkar
leikmanna og færni þeirra á vellinum til fyrirmyndar og þakkarverð.

Við lok þessa tímabils kvöddum við þjálfara okkar til nokkurra ára þau Alexander Aron Davorsson,
Ruth Þórðar og Bjarka Má Sverrisson og þökkum við þeim af alhug fyrir þeirra mikla og góða starf.
Í stöðu yfirþjálfara hefur verið ráðinn Perry John James Mclachlan. Þess má geta að þeir félagar Sævar
Örn Ingólfsson og Bjarki Þór Aðalsteinsson verða áfram í þjálfarateyminu.
Þegar litið er til framtíðar kvennaknattspyrnunnar er staða UMFA góð. Mikil aukning hefur orðið á
liðnum árum í þátttöku kvenna í knattspyrnu og eru gæði þjálfunar góð.
Það er stefna meistaraflokksráðs að liðið okkar verði, á komandi árum, að mestu skipað mosfellskum
leikmönnum og að liðið okkar verði áfram sem hingað til fyrirmyndir ungra leikmanna hér í bænum
og víðar.

F.h Meistaraflokksráðs kvenna
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson