Skýrsla barna- og unglingaráðs

Í stjórninni sitja Ólafur Hilmarsson formaður, Ingimundur Helgason , Einar Már Hjartarsson gjaldkeri og Gunnar Magnússon yfirþjálfari Búið að er móta starf BUR nokkuð vel og reksturinn gengur vel. Ágætlega gekk að manna þjálfaramálin 2022 til 2023.

Erum með reynda og góða þjálfara sem við vonumst til að halda að mestu á næsta ári. Almennt hefur starfið gengið mjög vel og teljum við okkur vera á réttri braut með starfið þó alltaf sjáum við hluti sem betur mega fara. Við héldum áfram með 9.fl. sem er fyrir krakka á elsta ári í leiksskóla. Það er ljóst að þetta er komið til að vera enda höfum við verið með fullt hús af krökkum á öllum æfingum sem eru á mánudögum. Iðkendum heldur áfram að fjölga og þá sérstaklega hjá drengjum og erum við að nálgast 300 iðkendur 18 ára og yngri.

Stelpum hefur fjölgað á aldrinum 6 – 12 ára. Það stefnir í að okkur vanti fleiri tíma í sal ef þessi fjölgun heldur áfram. Á sama tíma og við höfum verið að fjölga iðkendum höfum við aldrei átt fleiri leikmenn í yngri landsliðum. Á árinu 2023 áttum við 18 leikmenn í yngri landsliðum (15-21 árs) karla og kvenna.

4. flokkur drengja spilaði til úrslita í bikarnum og stóðu sig frábærlega. Svo eru bæði 4. og 3. flokkur í baráttu um íslandmeistartitil í sínum flokki. Helsta barátta okkar er að stækka hlutfallið kvennamegin svo við getum innan nokkurra ára verið með kvennalið í efstu deild sem byggt er upp á okkar dömum. BUR heldur fjögur mót á árinu, tvö fyrir áramót og tvö eftir áramót. Við lukum síðasta mótinu helgina 23. og 24. mars. Mótin hafa gengið mjög vel og þakkar stjórnin öllum sem komið hafa að mótunum fyrir hjálpina. Helsta verkefni núna er að manna þjálfarastöður fyrir næsta ár og er sú vinna í gangi og verða þjálfarar næsta árs kynntir á vormánuðum. Helstu nýjungar í kortunum á næsta ári verða svo kallaðir afrekssunnudagar, en á sunnudögum er ætlunin að vera með aukaæfingar fyrir þá sem vilja bæta við sig séræfingum. Aukaæfingar fyrir markmenn, skyttur, hornamenn og svo framvegis.

Verkefni sem er mótun fyrir næsta ár. 4. flokkur kvenna og karla er á leið til Partille vikuna 30. júní til 7. júlí. Tekin var sú stefna þegar núverandi stjórn tók við að fara annað hvert ár með bæði yngra og eldra ár 4. flokks. Það var gert til að búa til gulrót fyrir krakka á þessum viðkæma aldri og að keppendur hefðu góðan tíma í fjáröflun. Það er gaman að segja frá því að sú stefna sem við tókum er að skila því að þeir krakkar sem hafa tekið þátt í öllum fjáröflunum eru svo gott sem fara frítt í ferðina. Í ferðina eru fara u.þ.b. 25 strákar, 11 stelpur, fararstjórar og þjálfarar ásamt fjölda foreldra. Stjórn BUR handbolti Afturelding.