Stjórn
Stjórn deildarinnar árið 2023:
Formaður – Rut Sigurðardóttir
Varaformaður – Guðrún Helgadóttir
Gjaldkeri – Ingibjörg Marta Bjarnadóttir
Ritari – Málfríður Eva Jorgensen
Aðrir stjórnameðlimir – Ívar Þórður Ívarsson.
Breytingar urðu á stjórn deildarinnar frá árinu 2022 til 2023. Guðrún Helgadóttir tók við af Ingibjörgu Sigurbjörnsdóttir sem formaður fram í ágúst 2023 og svo tók Rut Sigurðardóttir við sem formaður. Ívar Þórður Ívarsson nýr inn á síðasta starfsári.
Mannauðsmál
Vorönn 2023 voru 4 starfsmenn í 100% stöðugildi. Starfsmenn sem sinntu fullu starfi, Bjarni Gíslason sem deildarstjóri, Anna Valdís Einarsdóttir sem yfirþjálfari keppnishópa, Szabó-Joó Gabriella sem yfirþjálfari almennrar deildar og Kristín Rán Guðjónsdóttir sem þjálfari. Árndís Birgitta Georgsdóttir kom inn í 80% starf sem þjálfari. Önnur starfsgildi voru 40% og undir.
Haustönn 2023 voru 2 starfsmenn í 100% stöðu. Bjarni og Anna héldu áfram með sín verkefni, Szabó-Joó Gabriella fór í fæðingarorlof og aðrir þjálfarar í hlutastörf. Allir starfsmenn bættu við sig vinnu til þess að ná yfir fjarveru Gabríellu.
Heildarfjöldi starfsmanna á launaskrá vorið 2023 var um 44 starfsmenn og haustönn 2023 um 50 starfsmenn inn í þeirri tölu eru 15 aðstoðaþjálfarar og 20 þjálfarar í þjálfun.
Deildin leggur vinnu og fjármagn í þjálfun á yngri þjálfurum til að sporna við mannekluvanda framtíðarinnar.
Húsnæði og áhöld
Forgangsröðun deildarinnar í áhaldakaupum er fyrst og fremst öryggismál síðan uppbygging yngri flokka en árið 2023 var keypt inn fyrir keppnishópana.
• Loftdýna sem nýtist öllum aldurshópum
• Trampolín fyrir eldri keppendur og trampolín fyrir yngstu hópana
• Dýnur til kennslu og fyrir mótahald
• Önnur minni áhöld sem nýtast í kennslu og auðvelda þjálfurum starfið
Iðkendur
Fjöldi iðkenda á vorönn 2023 var 462 iðkendur, sem er aukning frá fyrra ári.
Fjöldi iðkenda á haustönn 2023 var 510 iðkendur, einnig aukning frá fyrra ári.
Gaman að segja frá því að eldri iðkendur eru að koma inn og upplifa sig part af hópum þrátt fyrir getubil en helsta aukningin er í leikskólahópum, 1. og 2. bekk.
C.a 20 krakkar eru á biðlista þar af er meiri hlutinn 4 og 5 ára en 6 drengir í 1. og 2. bekk bíða eftir því að komast að hjá deildinni.
Búningar
Deildin hefur verið að lána út búninga án endurgjalds fyrir elstu iðkendur en núna hefur deildin breytt þessu og hér eftir kaupa allir iðkendur sína búninga. Sú stefna að lána búningana áfram án endurgjalds gengur ekki lengur upp þar sem iðkendum fjölgar hratt og deildin getur ekki staðið undir þeim kostnaði.
Haustönn 2023:
Fimleikadeildin keypti ný þjálfaraföt á alla þjálfara.
Sýningar og mótahald
Deildin getur ekki sett upp sýningar þar sem aðgengi að stúkum er takmarkað en deildin er að vinna í að fjármagna stúku til að setja inn í fimleikasalinn.
Deildin heldur samt innanfélagsmót, stöðumat, keyrslu/æfingamót eða foreldraæfingar til þess að tengjast betur foreldrum og koma þeim frekar inn í starfið okkar.
Fimleikasamband Íslands úhlutaði deidinni einu móti árið 2023 sem var Haustmót yngri flokka, mótið fór fram í sal 1 og 2 helgina 18. og 19. Nóvember 2023.
Sumarnámskeið og sumaræfingar
Fimleikadeildin bauð upp á sumarnámskeið 12. júní – 14. júlí og svo aftur 8. ágúst- 18. ágúst eða 7 vikur í heildina. Hægt var að skrá eina viku í senn, bæði hægt að velja heila daga og hálfa daga.
Skráningar á sumarnámskeiðið byrjaði ekki vel vegna yfirvofandi verkfalla og stefndi allt í að íþróttahúsinu yrði lokað. Skráningar á sumarnámskeið 2023 fóru niður um 35% frá sumari 2022.
Fimleikadeildin fékk stuðning frá Mosfellsbæ í formi 8 ungra starfsmanna sem komu úr bæjarvinnunni.
Fimleikadeildin bauð einnig upp á sumaræfingar í júní og ágúst sem hafa vaxið í vinsældum og skráðu sig fleiri en árið áður sem við teljum að megi rekja til aukningu í áhuga og metnaði iðkenda.
Árangur
Árið 2023 skráði deildin 14 lið eða 150 keppendur á 4 mót sem er aukning frá 11 liðum árinu áður eða 100 keppendur. Þegar skráningu var lokið á GK mótið yngri flokka sem er fyrsta mótið á árinu þá kom í ljós að Fimleikadeild Aftureldingar var orðið stærsta félagið í hópfimleikum yngri flokka á íslandi en rétt á eftir kom Fimleikafélagið Gerpla.
Úrslit móta
Það yrði langur listi að fara yfir úrslit allra liða á öllum mótum. Heilt yfir eru lið deildarinnar að standa sig einstaklega vel þegar kemur að því að bera nafn deildarinnar fyrir dómara og áhorfendur. Liðin setja sér misjöfn markmið á hverju móti fyrir sig sem geta verið viss sæti, klára nýjar æfingar, ná betri liðsheild eða læra að stjórna kvíða og stressi. Liðin okkar eru almennt að koma vel út á mótum.
Helstu úrslit móta árið 2023:
1. GK mót yngri flokka sigruðu 2 lið sinn flokk, 5. flokk og KKY eða drengjaflokki.
2. Á Bikarmótinu varð elsta drengjaliðið okkar KKE Bikarmeistarar undir stjórn Kristínu Ránar
3. Á Vormóti tóks 4 liðum að halda sér inn í 1-3 sæti
Landslið og úrvalshópar
Árið 2023 voru engin landsliðsverkefni í gangi en Fimleikasambandið er með úrvalshópa verkefni þar sem unnið er með sterkasta fimleikafólk landsins. Það komast um 25 aðilar af hvoru kyni inn í úrvalshóp hverju sinni og var Fimleikadeild Aftureldingar með 4 drengi inn í hópnum þegar að árinu lauk.
Þeir eru Guðjón Magnússon, Mattías Bjarmi Ómarsson, Ármann Sigurhólm Larsen, Mikael Eggert Hlynsson.
Æfingabúðir og aðrar ferðir
Keflavík
Farið var í æfingabúðir til Keflavíkur í júní. Búðirnar voru í boði fyrir iðkendur í KKY flokki og 4. flokki. Í ferðina fóru ekki nema 15 iðkendur, 3 þjálfarar og 3 fararstjórar. Skráningar í ferðina voru í gangi á sama tíma og verkfallsaðgerðir voru yfivofandi eða í framkvæmd.
Helsingör
Farið var með elstu iðkendur okkar 12 ára og eldri til Danmerkur í æfingarbúðir sem stóðu yfir í 8 daga. Þarna fóru 5 þjálfarar, 5 fararstjórar og 44 iðkendur. Þessi 10 manna umsjónarhópur stóð sig einstaklega vel bæði í verkefnum, áföllum og skemmtun. Hópurinn á hrós skilið fyrir flotta og óeigingjarna vinnu.
Uppskeruhátíð UMFA
Fimleikamaður ársins var Ármann Sigurhólm Larsen, æfir með 1. flokk mix.
Fimleikakona ársins var Embla María Jónsdóttir, æfir með 1. flokk mix.
Þjálfari ársins Árndís Birgitta Georgsdóttir.
Ársreikningur
Fjárhagsáætlun
Áform um áhaldakaup
Fimleikadeildin stefnir ekki á að kaupa áhöld fyrir tvær milljónir sem fara líklegast í endurbætur á áhöldum og tryggja öryggi iðkenda.
Stjórnin mun endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2024 við 6 mánaða uppgjör og gera breytingar ef þess er þörf.