Félagsmenn Handboltadeildar
Skýrsla meistaraflokks kvenna
Meistaraflokkur kvenna stóð uppi sem deildarmeistari í Grill 66 deildinni tímabilið 2022-2023 og hefur því spilað í Olís deildinni í vetur, ásamt sjö öðrum liðum og voru spilaðar þrjár umferðir. Að lokinni deildarkeppninni voru stelpurnar með 8 stig í næst neðsta sæti og því er framundan umspil um að halda sæti í efstu deild þegar þetta er skrifað. Stelpurnar hafa átt frekar risjótt tímabil, þar sem framistaðan hefur verið allt frá því að vera slök í sumum leikjum yfir í það að þær fari algerlega á kostum í öðrum.
Guðmundur Helgi Pálsson hefur staðið áfram í stafni sem aðalþjálfari og Einar Bragason verið honum til aðstoðar auk þess að sjá um markmannsþjálfun. Þá hefur Yrja Dögg Kristjánsdóttir séð um styrktarþjálfun og þeir Guðmundur Karl Úlfarsson sjúkranuddari og Unnar Arnarsson skipst á að aðstoða liðið í leikjum.
Skýrsla meistaraflokks karla
Eftir glæsilegt tímabil 22/23 þar sem strákarnir urðu bikarmeistarar og duttu út
í svakalegu einvígi við Hauka í undanúrslitum Íslandsmeistaramótsins hefur
liðið náð að stimpla sig inn sem eitt af topp liðum deildarinnar. Liðið var styrkt
á milli tímabila með tilkomu sterkra leikmanna auk þess sem að okkar yngri og
efnilegri leikmenn hafa færst nær liðinu og eru farnir að láta til sín taka. Þáttaka
í evrópukeppni litaði einnig veturinn mikið, slógum út afar sterkt norskt lið í
fyrstu umferð okkar með eftiminnilegum hætti.
eftir hetjulega baráttu í Slóvakíu.
Skýrsla barna- og unglingaráðs
Í stjórninni sitja Ólafur Hilmarsson formaður, Ingimundur Helgason , Einar Már Hjartarsson gjaldkeri og Gunnar Magnússon yfirþjálfari.
Búið að er móta starf BUR nokkuð vel og reksturinn gengur vel. Ágætlega gekk að manna þjálfaramálin 2022 til 2023. Erum með reynda og góða þjálfara sem við vonumst til að halda að mestu á næsta ári. Almennt hefur starfið gengið mjög vel og teljum við okkur vera á réttri braut með starfið þó alltaf sjáum við hluti sem betur mega fara. Við héldum áfram með 9.fl. sem er fyrir krakka á elsta ári í leiksskóla. Það er ljóst að þetta er komið til að vera enda höfum við verið með fullt hús af krökkum á öllum æfingum sem eru á mánudögum.