Skýrsla stjórnar

Starfsskýrsla karatedeildar 2023

Stjórn deildarinnar 2023
Anna Olsen, formaður
Anna María Þórðardóttir, meðstjórnandi
Eybjörg Hauksdóttir, gjaldkeri
Willem Cornelis Verheul, meðstjórnandi
Katrín Baldvinsdóttir, meðstjórnandi
Þóra Jónsdóttir , meðstjórnandi
Aðalfundur deildarinnar er 11 apríl 2024 kl. 18:00
Þjálfarar deildarinnar
Yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar er Willem C. Verheul Yondan/4. dan, hann einnig er yfirþjálfari karatedeildar Fjölnis.
Aðrir þjálfarar :
Snæbjörn Willemsson Verheul Sandan/3. dan, Anna Olsen,Nidan/ 2. dan, Þórður Jökull Henrysson Nidan/2. dan. Gunnar Haraldsson, Nidan/2. Dan, Elísa Rún Róbertsdóttir shodan ho, Kristíana Svava Eyþórsdóttir 1.Kyu

Æfingatímar
Karatedeildin er með æfingatíma alla daga vikunnar. Uppsetning á æfingatímum er þó með svipuðu sniði og sl. ár, þ.e. æfingar fara fram seinni part dagsins, yngstu iðkendur byrja og þeir elstu eru fram á kvöld. Byrjendatímar eru kl. 17:15 – 18:45 á mánu – og miðvikudögum. Afreksæfingar eru til skiptis í Egilshöll og Varmá á mánudögum með iðkendum Fjölnis .

Hópaskiptingar æfingaárið 2023-2024
Byrjendahópur – 5-11 ára
Framhald – yngri, 6-8 ára, blönduð belti
Framhald – eldri, 9-12 ára, blönduð belti
Framhald – unglingar, 11-15 ára, há belti
Fullorðinshópur – 16 ára og eldri
Afrekshópur – iðkendur sem einbeita sér að keppni, gráðun ofl. Yfirþjálfari velur í þennan hóp.

Fjöldi skráðra karateiðkenda í deildinni eru u.þ.b. 44 flestir eru á aldrinum 5 – 14 ára.
Ný byrjendanámskeið voru auglýst í ágúst 2023 fyrir 5-11 ára. Ánægjulegt var að sjá 14 nýja iðkendur í yngri hóp 5-7 ára og þar af 5 stelpur. Aðeins færri byrjendur eru í eldri hóp eða 5, skemmtilegir og áhugasamir krakkar.

Íslandsmeistaratitlar og aðrir titlar í karate árið 2023
Eftirfarandi titlar hafa unnist
Íslandsmeistarar
Þórður Jökull Henrysson 1. sæti – Senior, Íslandsmeistari, sl 4 ár í röð

Bikarmeistarar
– Þórður Jökull Henrysson 1 sæti – Senior , 2. árið í röð
– Robert Matias Bentia 1 sæti 12 ára piltar
– Elín Helga Jónsdóttir 1 sæti 12 ára stúlkna
– Eva Jónína Daníelsdóttir 2 sæti 12 ára stúlkna

Reykjavíkurmeistarar
Þórður Jökull Henrysson 1. Sæti Senior, 2. árið í röð

Árangur og verkefni Þórðar Jökuls með Landsliðinu í Kata
• 26. nóvember 2022 – Nordic Karate Championships 2022 – Riga
o 9. sæti kata male senior af 14 keppendum
• 3. febrúar 2023 – EKF Junior, Cadet & U21 Championships 2023 – Larnaca
o 25. sæti í kata male U21 af 29 keppendum (meiðsli)
• 22. mars 2023 – EKF Senior Championships 2023 – Guadalajara
o 29. sæti í kata male senior af 32 keppendum (var að stíga upp úr meiðslum)
• 8. apríl 2023 – Nordic Karate Championships 2023 (mótið fært á rétta dagssetningu vegna COVID) – Gothenburg
o 7. sæti í kata male senior af 15 keppendum
• 27. apríl 2023 – Karate1 Youth League – A Coruña 2023
o 41. sæti í kata male U21 af 53 keppendum
• 20. maí 2023 – Gladsaxe Karate Cup (á vegum Aftureldingar)
o 3. sæti í kata male senior af 15 keppendum
o 3. sæti í superkata af 26 keppendum
• 15. september 2023 – 9TH Small States of Europe Karate Championships – Luxembourg 2023
o 5. sæti í kata male senior af 28 keppendum
o 3. sæti í hópkumite af 10 liðum
• 24. október 2023 – WKF Senior World Championships 2023 – Budapest
o 65. sæti í kata male senior af 73 keppendum
• 24. nóvember 2023 – Karate1 Series A – Matosinhos 2023
57. sæti í kata male senior af 128 keppendum

Annað: Þórður er í 198. sæti á heimslista í male kata var í 275. Sæti á síðasta ári.

Félagsstarf og starfsemin árið 2023
Árið 2023 gekk vel, ekkert alvarlegt kom upp og starfsemin með hefðbundnu sniði. Mót voru haldin sem okkar afreks iðkendur tóku þátt í með góðum árangri. Beltagráðun var haldin með sama sniði og vanalega. Karatedeild Aftureldingar er með 4 Kata dómara og 2 Kumite dómarar sem mæta á flest öll mót. Þeir eru : Anna Olsen, Þórður Jökull Henrysson, Elín Björg Arnarsdóttir, Gunnar Haraldsson, Þórður og Elín eru bæði með Kata og Kumite réttindi. Í desember 2023 var Þórður Henrysson valin íþróttamaður karatedeildarinnar og tilnefndur til íþróttamanns Aftureldingar. Hann hefur hlotið þann titil síðastliðin ár, en hneppti ekki titilinn í ár. Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir þátttöku sína í Landsliðsverkefnum. Við sendum ekki inn tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2023 þar sem Þórður er ekki búsettur í Mosfellsbæ þó að Afturelding hafa alla tíð verið hans félag. Í desember kom Sensei Steven til landsins til að hafa æfingabúðir og beltagráðun,með honum til aðstoðar kom Colin Brown. Einnig var hann með æfingar fyrir þá sem stefna á eða eru að keppa. Það er alltaf gaman að halda þessar æfingabúðir, um 150 iðkendur mættu frá Aftureldingu og Fjölni. Við breyttum aðeins fyrirkomulaginu á æfingabúðunum það kom mjög vel út.
Við gerum líka eitt og annað okkur til skemmtunar, boðið var uppá skemmtilega stund í Vallarhúsinu við spilamennsku þar sem flestir iðkenda og foreldra mættu. Á Öskudaginn mátti mæta í Öskudagsbúningum á æfingu, það vekur alltaf lukku. Í júlí var boðið upp á æfingu á túninu við Hlégarð í góðu veðri. Í byrjun haustannar þegar byrjendur voru að koma á sínar fyrstu æfingar ræddi Anna lauslega við foreldra og sagði frá því mikilvægasta. Foreldrafundur var haldinn í byrjun annar fyrir foreldra byrjenda, þar sagði Willem yfirþjálfari frá íþróttinni og fyrirkomulagi æfinga. Við gátum boðið foreldrum barna í byrjendahóp að mæta á æfingu með þeim til að kynnast íþróttinni örlítið. Það er alltaf gaman og kemur foreldrum mest á óvart að þetta er ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Við fórum í jólafrí í 9 desember eftir beltagráðun/æfingabúðir. Reynslan hefur kennt okkur að mæting á æfingar verður minni og minni í desember, þvi það er mikið um að vera í skólunum.

Aðstöðumál
Aðstaða deildarinnar er góð, en alltaf er hægt að bæta. Þakið lekur fyrir ofan speglana og við höfum bent á það en ekkert gerist. Eftir að skrifstofa Aftureldingar kom á hæðina bættist við langþráð salernisaðstaða á hæðina. Enn erum við að kvartað undan þrifum og hita/kulda í salnum. Þrifin á salnum eru komin í ágætis horfi, en miðað við notkun á salnum mætti gera betur. Salurinn er notaður undir danskennslu fyrir Varmárskóla. Það sem okkur finnst alltaf jafn skrítið er að aðstaðan sé lánuð út algjörlega án okkar vitundar eða samráðs. Ekki er passað uppá að þeir sem nota salinn virði umgengnisreglur. Deildin hefur verið að bæta við búnað sinn reglulega og keypt ýmis smá áhöld til að auka við fjölbreytni á æfingum.
Beltapróf og Kobe Oskaka International
Yfir æfingaárið eru haldin þrjú beltapróf. Æfingaárið skiptist í tvær annir og eru beltaprófin í desember, mars og apríl/maí. Iðkendur greiða ekki sérstaklega fyrir beltaprófin en þeir fá viðurkenningarskjal, strípur á belti eða fara upp um heilt belti á prófum. Stjórn deildarinnar hefur selt iðkendum belti.
Karatedeildin varð „full member“ hjá Kobe Osaka International (KOI) þegar árgjaldið var endurnýjað 2015. Karatedeildin hefur verið aðili að KOI frá 2005 og frá upphafi var það markmið deildarinnar að verða fullgildur aðili. Í því felst að sensei Steven Morris gráðar iðkendur a.m.k. einu sinni á ári en það gefur deildinni og iðkendum hennar ákveðna gæða einkunn. Allir, sem þreyta próf hjá Morris, fá alþjóðlegt skírteini og viðurkenningarskjal frá KOI.
Mosfellsbær 25 mars 2024

f.h. karatedeildar Aftureldingar
Anna Olsen