Skýrsla barna- og unglingaráðs

Starfsemi barna- og unglingaráðs heldur áfram að eflast með hverju árinu. Við erum ótrúlega stolt af árangri yngri flokkanna á bæði Íslandsmóti og stórmótum sumarsins.
Yngstu flokkar deildarinnar stóðu sig vel og náðu eftirtektarverðum árangri. 2.flokkur kvenna náði þeim áfanga að leika í
undanúrslitum Íslandsmótsins og 2.flokkur karla og 3.flokkur karla munu leika í A riðli Íslandsmótsins næsta sumar eftir frábært gengi.

Fullbókað var í Liverpool skólann sem tókst með eindæmum vel, bæði námskeiðin voru haldin í
Mosfellsbæ þetta sumarið og iðkendur, foreldrar og þjálfarar Liverpool voru stoltir eftir vikuna. Við
þökkum öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að Liverpoolskólanum kærlega fyrir þeirra framlag.
Sumarmótin voru fjölmörg að vanda. 8. fl og 7.fl karla skelltu sér upp á Skaga og tóku þátt í
Norðurálsmótinu. Mikið líf og fjör var á mótinu, árangur góður og gleðin í fyrirrúmi hjá öllum okkar
iðkendum. Yngra árið í 6.fl karla fóru á Set-mótið á Selfossi en strákarnir á eldra ári fóru á Orkumótið í
Vestmanneyjum. Auk þess sem 5.flokkur kvenna fór á TM-mótið í Vestmannaeyjum sem stækkar ár
frá ári og er mikil upplifun fyrir iðkendur. 5. flokkur karla lagði einnig land undir fót og skelltu sér á
Akureyri með 8 lið. Aldrei hafa jafn mörg lið farið frá Aftureldingu á mótið og var árangur liðanna
frábær heilt yfir.

Stelpurnar okkar í 7., 6., og 5. flokki kvenna störtuðu Símamótinu með pylsupartý í Fellinu áður en
farið var í skrúðgöngu á Kópavogsvelli. Í ár voru 13 kvennalið frá Aftureldingu á mótinu, einu liði
meira en í fyrra og áttu stelpurnar frábæra daga, nutu þess að spila fótbolta, hafa gaman og nokkrir
bikarar komu heim í Mosfellsbæinn. Það er gaman að segja frá því að aldrei hefur Afturelding sent
jafn mörg lið til leiks á Símamótið.

Fjölmargir flokkar fóru erlendis yfir sumartímann. 4.flokkur og 3.flokkur karla fóru til Spánar í júní,
4.flokkurinn í æfingaferð og 3.flokkurinn blandaði saman æfingum og móti sem heppnaðist mjög vel.
4.flokkur og 3.flokkur kvenna fóru einnig í keppnisferðir til Spánar í sumar og bjuggu iðkendur,
foreldrar og þjálfarar til minningar sem munu lifa um ókomna tíð.
Sumarið endaði svo með Weetosmótinu á Tungubökkum. Aldrei hafa fleiri lið tekið þátt, bæði í 6. og
7. flokki. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá sífellt fleiri kvennalið mæta til leiks. Veðrið lék okkur grátt
undir lok laugardagsins en iðkendur og foreldrar í 6.flokki tókust á við rigninguna af stakri prýði,
veðurblíðan var svo allsráðandi á sunnudeginum. Helgin einkenndist af gleði og frábærum
fótboltaleikjum. Við viljum sérstaklega þakka þeim sjálfboðaliðum, eldri iðkendum okkar og þjálfurum
sem gerðu ráðinu kleift að halda utan um fjölmennastat Weetosmótið hingað til og þannig einnig stærsta fjáröflunarverkfeni ráðsins.

Frábær árangur hjá yngri flokkum heilt yfir og framtíðin er svo sannarlega björt hjá Aftureldingu!

KSÍ verkefni

Nokkrir iðkendur fengu það skemmtilega tækifæri að taka þátt í landsliðsverkefnum og er það mikill heiður.

Hæfileikamót
Katla Ragnheiður Jónsdóttir Freydís Dögg Ásmundsdóttir
Helga Sólrún Bjarkadóttir Íris Lind Wöhler
Jakog Sævar Johansson Bjarni Ásberg Þorkelsson
Logi Andersen Sölvi Rafn Gíslason

 

Landsliðsverkefni U15 Landsliðsverkefni U17
Ísak Þráinsson Hrafn Guðmundsson
Sindri Sigurjónsson
 

 

Landsliðsverkefni U18

Arnar Daði Jóhannesson

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Mikil fjöldi iðkenda sótti knattspyrnuskólann eins og fyrri ár og er virkilega gaman að fylgjast með þeim dafna og taka framförum

Mikil fjöldi iðkenda sótti knattspyrnuskólann eins og fyrri ár og er virkilega gaman að fylgjast með þeim
dafna og taka framförum
Í knattspyrnuskólanum læra krakkarnir grunnatriðin í knattspyrnu og þeir sem eru lengra komnir fá
verkefnið við hæfi. Undanfarin ár hefur verið sett upp akademía sem iðkendur í 4. og 5. flokki geta
sótt þar er farið yfir ákveðin atriði sem eiga styrkja iðkendur á þeim aldri. Markmenn fá sitt pláss og
þar eru markmannsþjálfara deildarinnar að störfum. Mikil ánægja er hjá iðkendum og hefur
akademían verið vaxandi.

BUR þakka öllum foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf.

Bjarki Már Sverrisson

Yfirþjálfari yngri flokka